Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 796  —  2. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við breytingartillögu á þskj. 787 [Breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023].

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni og Guðrúnu Hafsteinsdóttur.


    Við 11. tölul. bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi:
    Tollur á vörum í tollskrárnúmerunum 2004.1002 og 2005.2002 í tollskrá í viðauka I í lögunum verður 46% og 0 kr./kg.

Greinargerð.

    Franskar kartöflur bera 76% toll sem er hæsti prósentutollur á matvöru í íslensku tollskránni. Með breytingartillögu þessari er lagt til að almenni tollurinn lækki í 46% til jafns við þann toll sem franskar kartöflur bera samkvæmt fríverslunarsamningum Íslands við Kanada og Evrópusambandið. Verði tillagan samþykkt mun þetta Íslandsmet í tollheimtu heyra sögunni til. Með breytingunni vilja flutningsmenn liðka fyrir auknu vöruúrvali í þágu neytenda og fyrirtækja.